Íbúasamtök 3. hverfis


 

Þessi vefur er vettvangur starfs Íbúasamtaka 3. hverfis. Hér eru yfirlit yfir samtökin og starfsemi þeirra, upplýsingar um þau málefni sem samtökin eru að vinna að, auk almennra greina og frétta af starfseminni. Hægt er að hafa samband við stjórn samtakanna og íbúar í 3. hverfi eru hvattir til að skrá sig til þátttöku í málefnahópum sem starfa í samtökunum til að leggja starfinu lið og þannig gera bæjarins besta hverfi enn betra!

Íbúasamtök 3. hverfis – Hlíðar, Holt og Norðurmýri – voru stofnuð árið 2005 til að vinna að aukinni þátttöku íbúa í skipulags og umhverfismálum í hverfinu, með aukin lífsgæði að leiðarjósi. Samtökin hafa átt fulltrúa með málfrelsis og tillögurétt í Hverfisráði Hlíða frá 2006 . Þau hafa komið að samráði við borgaryfirvöld í málum eins og gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar og framtíðarskipulagi á Miklatúni.

FRÉTTIR

Búsetareitur - athugasemdir um bílastæði og skuggavarp
Nágrannar uppbyggingarsvæðis Búseta við Einholt / Þverholt gera athugasemdir við bílastæðamál og skuggavarp í greinargóðum bréfum til allra Hlíðabúa. Tillagan liggur nú inni hjá borgaryfirvöldum og frestur til að skila inn athugasemdum er til 17. desember næstkomandi. Við hvetjum alla til að kynna sér málin og senda inn sína skoðun!
Lesa grein


Aðalfundur og Nýr Landspítali
lfundur Íbúasamtaka 3. hverfis, Hlíða, Holta og Norðurmýrar var haldin í sal Háteigsskóla 6. nóvember síðastliðinn. Páll Benediktsson var fundarstjóri og auk íbúa í Hlíðum voru viðstaddir fundinn eftirtaldir aðilar frá Reykjavíkurborg: Páll Hjaltason formaður Skipulagsráðs, Kristín Soffía Jónsdóttir, Stefán Agnar Finsson, Ólafur Bjarnason samgöngustjóri, Margrét Leifsdóttir og Karl Sigurðsson formaður Umhverfis- og samgönguráðs. Auk málefna Nýs Landsspítalas voru hefðbundin aðalfundarstörf á dagskrá.
Lesa grein


GREINAR

Svar við opnu bréfi til umhverfis- og auðlindaráðherra
Stjórn samtakanna sendi í byrjun nóvember opið bréf til tveggja ráðherra og borgarstjóra vegna neikvæðra umhverfisáhrifa deiliskipulagstillögu um Nýjan Landspítala. Sjá bréfið hér. Í gær barst okkur svar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Svarið má sjá hér. Ekki hefur borist svar frá velferðarráðuneytinu.  
Lesa grein


Vilt þú missa bílastæðið þitt?
Þórarinn Haukssson vekur athygli á bílastæðamálum á byggingarreit Búseta við Einholt / Þverholt, en Búseti hyggst byggja þar yfir 200 íbúðir á næstu þremur árum. Hann hvetur fólk til að kynna sér málin og senda inn sína skoðun til skipulagsyfirvalda, en athugasemdafrestur er til 17. desember næstkomandi. Sjá bréf hans til íbúa hér.
Lesa grein


ANNAÐ

Lögfræðingar í 3. hverfi
Íbúasamtök 3. hverfis vantar að komast í samband við lögfræðinga sem búa í hverfinu til að vera til ráðgjafar og aðstoðar við hin mörgu mál sem snúa að hverfinu. Meira hér

ANNAÐ

Póstlistar
Þeir íbúar sem hafa áhuga á að vera á netfangalista samtakanna geta skráð sig hér á vefnum. Hægt er að lesa um meðferð persónuupplýsinga á vefnum hér.