Íbúasamtök 3. hverfis
 

Skaftahlíð 24

Þann 13. október 2005 samþykkti borgarráð byggingarheimild til handa fasteignafélaginu Stoða um meira en helmings aukningu byggingarmagns á lóðinni Skaftahlíð 24. Íbúar Hlíðahverfis norður höfðu áður mótmælt eindregið veitingu þessa leyfis. Hér á þessari síðu eru helstu gögn málsins, en íbúar kærðu veitingu leyfisins til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Úrskurðarnefndi felldi úrskurð íbúum í óhag þann 24. október sl. Úrskurð nefndarinnar má finna hér að neðan.

Íbúum var lofað sérstakri umferðarrýni í bókun í Skipulagsráði en ekkert bólar enn á þessari rýni, né tengdum aðgerðum sem þótti brýnt að ráðast í.  Nær ári eftir að samþykkt var að grípa til aðgerða í umferðaröryggismálum bíða íbúar enn eftir lagfæringum á hraðahindrunum í Stakkahlíð, auk betri merkinga á gangbrautum í Stakkahlíð, en hinsvegar voru settar hraðahindranir í Skaftahlíð í desember 2006, 17 mánuðum eftir að um þær var gerð sérstök bókun í Skipulagsráði.

Eftir að íbúar höfðu fengið nóg af ástandi sem hafði skapast á svæðinu í nóvember 2005 og RÚV birti frétt um málið, þá gáfu forsvarsmenn 365 miðla út yfirlýsingu að hætt yrði við frekari flutning starfsmanna í húsin.

Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála - PDF skjal

Grein í Morgunblaðinu - 1. desember 2005 - PDF skjal

Ályktun íbúafundar 18. október 2005 -  PDF skjal

Kæra íbúa til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála - PDF skjal

Glærur frá íbúafundi 18. október 2005 í Ísaksskóla - PDF skjal

Niðurstaða skipulagsfulltrúa - 4. júlí 2005 -  PDF skjal

Að afneita hinu augljósa - athugasemdir við niðurstöðu skipulagsfulltrúa d. 17. júlí 2005 - PDF Skjal

Úrklippa frá Mbl.is - 19. október 2005 - PDF skjal