Íbúasamtök 3. hverfis
 

Greinar

Svar við opnu bréfi til umhverfis- og auðlindaráðherra

Stjórn samtakanna sendi í byrjun nóvember opið bréf til tveggja ráðherra og borgarstjóra vegna neikvæðra umhverfisáhrifa deiliskipulagstillögu um Nýjan Landspítala. Sjá bréfið hér.

Í gær barst okkur svar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Svarið má sjá hér.

Ekki hefur borist svar frá velferðarráðuneytinu. 

Samtökin hafa ítrekað gert athugsemdir við borgaryfirvöld vegna deiliskipulagstillögunnar og skora á Borgarstjórn Reykjavíkur að falla frá áformum um deiliskipulagið í þeirri mynd sem það er auglýst. Íbúasamtökin gagnrýna jafnframt harðlega að í engu hafi verið tekið tilliti til athugasemda og ábendinga sem samtökin sendu inn við drög að þessu sama deiliskipulagi 1. október 2011. Þá sýndu samtökin skilning á því að tillögurnar væru enn í mótun, enda var málið kynnt á þann veg. Því miður hefur þetta deiliskipulag ekki verið unnið ofan í kjölinn á þeim tíma sem liðinn er og enn er ótal spurningum ósvarað.

Athugasemdir okkar lúta fyrst og fremst að kafla mati á umhverfisáhrifum af deiliskipulagstillögunni og þær má sjá hér.Athugasemdir okkar lúta fyrst og fremst að kafla mati á umhverfisáhrifum af deiliskipulagstillögunni. Sjá meira um málefnið hér

 

 Til baka