Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Aðalfundur og Nýr Landspítali

Aðalfundur  Íbúasamtaka 3. hverfis, Hlíða, Holta og Norðurmýrar var haldin í sal Háteigsskóla 6. nóvember síðastliðinn. Páll Benediktsson var fundarstjóri og auk íbúa í Hlíðum voru viðstaddir fundinn eftirtaldir aðilar frá Reykjavíkurborg: Páll Hjaltason formaður Skipulagsráðs, Kristín Soffía Jónsdóttir, Stefán Agnar Finsson, Ólafur Bjarnason samgöngustjóri, Margrét Leifsdóttir og Karl Sigurðsson formaður Umhverfis- og samgönguráðs.

Á fundinum var farið yfir þær fjölmörgu og ítrekuðu athugasemdir sem stjórn samtakanna  hefur gert við deiliskipulagstillögu um Nýjan Landspítala. Fundargestir frá Reykjavíkurborg gafst tækifæri til að koma með svör þeim athugasemdum og sem og spurningum frá öðrum fundargestum. Athugasemdir íbúasamtakana lúta helst að miklum neikvæðum umhverfisáhrifum sem deiliskipulagstillagan hefur í för með sér varðandi loft og hljóðmengun fyrir íbúa í Hlíðum, sem nú þegar búa við brotnar reglugerðir á þessu sviði. Ekki bárust skýr svör frá fulltrúum borgarinnar um til hvaða aðgerða yrði gripið til skemmri og lengri tíma til að breyta því ástandi en þó lýstu þau yfir vilja til þess. Í máli þeirra kom einnig fram að mikill þrýstingur væri á skipulagsyfirvöld frá byggingaraðilanum og ríkinu, sem færði þung rök fyrir deiliskipulagstillögu sinni.

Auk málefna Nýs Landsspítalas voru hefðbundin aðalfundarstörf á dagskrá, formaður flutti  skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári og voru reikningar liðins árs lagðir fram
og samþykktir.

Stjórn Íbúasamtaka 3. hverfis 2012-2013 var kjörin:
Steinunn Þórhallsdóttir, formaður  
Hannes Björnsson
Kári Steinar Karlsson
Rúnar Dýrmundsson
Hallgrímur S. Sveinsson
Fjóla Dísa Skúladóttir
Atli Hilmarsson
Sigrún Erla Sigurðardóttir og Sigrún Sól Björnsdóttir, varamennTil baka