Íbúasamtök 3. hverfis
 

Yfirlit frétta

Búsetareitur - athugasemdir um bílastæði og skuggavarp

Húsnæðissamvinnufélagið Búseti hyggst byggja ríflega 200 íbúðir í Hlíðunum, á reitnum sem afmarkast af Einholti, Þverholti og Háteigsvegi. Íbúðirnar verða af fjölbreytilegri stærð, 2-5 herbergja. Félagið kynnti hugmyndir sínar á fundi með nágrönnum og áhugasömum í vor þar sem komu fram athugasemdir vegna fjölda bílastæða og skuggavarp af byggingunum. Hér fyrir neðan má finna tvö bréf frá Hlíðabúum, þar sem gerðar eru athugasemdir við þessi atriði og fólk hvatt til að hafa skoðun og senda inn sínar athugasemdir. Tillagan liggur nú inni hjá borgaryfirvöldum og frestur til að skila inn athugasemdum er til 17. desember næstkomandi. Við hvetjum alla til að kynna sér málin og senda inn sína skoðun!  

Vilt þú missa bílastæðið þitt?

Skuggavarp frá byggingum við Einholt / Þverholt

 Til baka