Íbúasamtök 3. hverfis

Hamrahlíð

Hamrahlíðin hefur löngum verið umferðarþung gata, þótt þar sé 30 km. hámarkshraði. Íbúar hafa lengi óskað eftir nýjum lausnum við að minnka hraða og gegnumstreymisumferð í Hamrahlíðinni en skemmst er að minnast þess að nýlega voru þar teknir ökumenn á yfir 70 km. hraða, þrátt fyrir rafræna hraðamæla og ítarlegar merkingar.