Íbúasamtök 3. hverfis

Lokun Bólstaðarhlíðar

Íbúar við Bólstaðarhlíð hafa nú reynslu af tímabundinni lokun götunnar um miðbik hennar. Það er ósk þeirra flestra að lokunin verði gerð varanleg, því hún hefur komið í veg fyrir mikla gegnumstreymisumferð og hefur gatan því yfirbragð rólegar íbúagötu í stað breiðstrætis með tilheyrandi umferðarþunga, eins og áður var.