Íbúasamtök 3. hverfis

Rauðarárstígur

Samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var vegna hinnar nýju Hringbrautar á Rauðarárstígur að vera lokaður umferð frá Miklubraut. Borgaryfirvöld samþykktu þó nýlega að opna aftur götuna til reynslu í eitt ár, fyrir umferð af Miklubraut, þvert á það sem deiliskipulag kveður á um. Þessi breyting þýðir áfram þunga umferð norður Rauðarárstíg í átt að Hlemm.