Íbúasamtök 3. hverfis
 

Snorrabrautar - Njálsgötureitur

Á fundi Skipulagsráðs Reykjavíkur í ágúst 2004 þegar samþykkt var endanlega, að Austurbær skyldi standa en ekki rifinn, voru einnig lagðar fram hugmyndir um byggingu íbúðablokkar á grænum reit skv. aðalskipulagi, að baki Austurbæjar meðfram Njálsgötu  (gamli leikvöllurinn við Njálsgötu). Hagsmunaaðilum (íbúum nágrennisins) voru kynntar þessa hugmyndir með bréfi.
Hagsmunaaðilarnir stofnuðu með sér samtökin, „Lifi Norðurmýrin!, íbúasamtök“ og höfnuðu áformum um byggingu íbúðabyggðar á reitnum.

Samtökin rökstuddu mál sitt á ýmsan hátt, m.a. því að í hugmyndunum fælust veruleg skerðing lífsgæða á svæðinu og útilokun á frekari uppbyggingu á reitnum sem útivistarsvæðis, græns svæðis á þéttbýlasta hluta borgarlandsins. Einnig myndu þróunarmöguleikar Austurbæjar (t.d. þjónusturými) útilokast.


Skiplagsráð lagði síðan þessi byggingaráform formlega á hilluna á fundi sínum í desember 2005, með tilvísan í mótmæli íbúanna.

Íbúasamtökin „Lifi Norðurmýrin!, íbúasamtök“ sendu Skipulagsráði tillögur og hugmyndir í bréfi sínu 6. mars 2005, um frekari uppbyggingu á reitnum sem græns svæðis.

Greinargerð íbúa - 10. september 2004 - PDF skjal

Áherslur stjórnar - Lifi Norðurmýrin! - íbúasamtök - 14. september 2004 - PDF skjal

Ítrekun stjórnar - 14. desember 2004 - PDF skjal

Tillögur að uppbyggingu reits - 18. apríl 2005 - PDF skjal