Íbúasamtök 3. hverfis
 

Langahlíð

Langahlíðin með sínar tvær akreinar í hvora átt í beint í gegnum mitt hverfið hefur tekið sífellt þyngri gegnumstreymisumferð með tilheyrandi hraðakstri. Þar sem börn í vestur hluta Hlíðanna þurfa að fara yfir Lönguhlíð á leið í Hlíðaskóla, þá höfðu íbúar lengi barist fyrir því að gatan verði þrengd og þannig reynt að minnka gegnumstreymi bíla.

Langahlíðin var þrengd í eina akrein á árinu 2006 frá Hamrahlíð að Miklubraut. Sú framkvæmd markaði sannarlega tímamót í umferðarskipulagsmálum í Reykjavík, því í fyrsta skiptið var sett upp hjólarein samhliða akbraut. Skiptar skoðanir eru um þessa framkvæmd og mikið hefur borið á því að bílum sé lagt á hjólareinina. Þó er sjálfsagt mest áberandi að hjólareinarnar tengjast engu öðru en það hyllir undir breytingar, því samkvæmt upplýsingum frá formanni Skipulagsráðs Reykjavíkur verður nyðri hlutu Lönguhlíðar tekinn til endurskoðunar á árinu 2008. Rétt eins og börn sunnan Miklubrautar þurfa yfir Lönguhlíð á leið í Hlíðaskóla, þurfa börn úr Norðurmýri og Holtum að fara yfir götuna á leið í Háteigsskóla.

Það er óskandi að Langahlíðin verði einbreið gata alla leið og í fyrirhugðum framkvæmdum, verði hjólareinar setta allar leið yfir á Laugaveg. Íbúasamtök 3. hverfis hafa gert fyrirspurnir til borgaryfirvalda um framtíð Lönguhlíðar norðan Miklubrautar og gert alvarlega athugasemdir við þann hraðakstur sem þar er ástundaður á tvíbreiðri götunni norðan Miklubrautar.