Íbúasamtök 3. hverfis

Bústaðavegur

Bústaðavegurinn er annað tveggja umferðarstórfljóta sem sker 3. hverfi eftir endilöngu. Það er von íbúa að takast megi að sameina Suðurhlíðar, Öskjuhlíð og Nauthólsvík öðrum hlutum hverfisins þegar nýr Hliðarfótur og Öskjuhlíðargöng verða tekin í gagnið og samhliða stokkun Miklubrautar að sameina loksins hverfið í heilsteypt hverfi með góðum aðgangi að útvistarperlunni í Öskjuhlíð og Nauthólsvík.