Íbúasamtök 3. hverfis
 

Miklatún

Niðurstöður úr samráðsferli við íbúa hafa verið samþykktar í Umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur. Hér eru hlekkir í 3 skjöl sem fara yfir niðurstöðurnar og kynna vel framtíðarskipulagið á Miklatúni:

     Miklatún 2009 - skýrsla - PDF skjal
     Betra Miklatún - kynning - PDF skjal
     Hvernig verður Miklatún sælureitur - samantekt af íbúafundi á Kjarvalsstöðum - PDF skjal

Íbúasamtök 3. hverfis - Hlíðar, Holt og Norðurmýri fagna þessari samþykkt og þeirri vinnutilhögun sem viðhöfð var í ferlinu með góðu og mjög gefandi samstarfi við íbúa.

- - -

Reykjavíkurborg boðar til opins borgarafundar á Kjarvalsstöðum miðvikudaginn 6. maí kl. 17 - 19.

Tilkynning frá Reykjavíkurborg:

Hvernig á garðurinn að vera? Samráðsfundur um endurnýjun Miklatúns.

Samráðsfundur Reykjavíkurborgar og borgarbúa um endurnýjað Miklatún verður haldinn miðvikudaginn 6. maí á Kjarvalsstöðum kl. 17:00- 19:00. Fundurinn er liður í því verkefni að móta Miklatúnið til framtíðar. „Markmiðið er að fá sem Reykvíkinga úr öllum hverfum til að segja skoðun sína á Miklatúni og koma með tillögur að borgargarði,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs.

Fræðsluganga um Miklatún verður mánudaginn 4. maí klukkan 18:00 þar sem landslagsarkitektar garðsins munu rekja sögu og hönnun Miklatúns og nágrennis fyrir áhugasama. Þeir sem ætla að mæta á fundinn á miðvikudaginn eru sérstaklega hvattir til að koma í göngutúrinn.

Miklatún er einn af fáum almenningsgörðum Reykjavíkinga frá fyrri tíð. Svæðið hefur sérstöðu í borginni sem blanda af borgargarði og útivistarsvæði í þéttri byggð og er ætlunin að styrkja stöðu þess. Núverandi skipulag á Miklatúni er að stofninum til frá árinu 1964. Þorbjörg Helga segist sjá Miklatún fyrir sér sem garð þar sem margir hópar geti notið sín, til dæmis þeir sem ætli í rólega kvöldgöngu, til leikja eða til að skokka svo dæmi sé tekið.

Á fundinum 6. maí verður lögð fram sú meginhugmynd að Miklatún verði staður fjölskyldunnar, íþrótta, útivistar og lista. Ráðgjafar Alta munu stjórna fundinum og svokallað heimskaffi þar sem leitað eftir hugmyndum borgarbúa um garðinn.

Kynning á helstu niðurstöðum samráðsins á Kjarvalsstöðum verður haldinn 3-4 vikum síðar. Fundurinn er á vegum starfshóps umhverfis- og samgönguráðs um endurnýjun Miklatúns. Hönnuðir hjá Landslagi ehf vinna með hópnum að skipulaginu.

 

Íbúasamtökum 3. hverfis var nýlega boðið á fund með vinnunefnd Reykjavíkurborgar um málefni Miklatúns. Það er sérstaklega ánægjulegt að íbúasamtök séu kölluð til skrafs og ráðagerða. Niðurstaðan af þessum fundi var sú að haldinn verður opinn Borgarafundur um hugmyndir að breytingum á Miklatúni. Á þessum fundi er markmiðið að kalla eftir viðbrögðum við nýjar hugmyndir og sækja nýjar um nýtingu og framtíðarskipulag á Miklatúni.

Yfirlitsmynd af Miklatúni - fengin af Skipulagssjá Reykjavíkurborgar.

Íbúasamtök 3. hverfis hafa bent á vannýtingu Miklatúns og þá staðreynd að íbúar eiga erfitt með að nýta sér þennan næstum því lystigarð hverfisins því Miklubrautin og 4 akreina Lönguhlíð skera túnið frá megin íbúasvæðum hverfisins.

Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar, þá voru öll framboðin spurð um þeirra hugmyndir um framtíð Miklatúns.

Borgaryfirvöld hafa nú tekið undir þessi sjónarmið og er uppbygging á Miklatún loksins komin á dagskrá og það hlýtur að þýða að aðgengi að túninu verði einfaldað, m.a. með stokkun Miklubrautar og nú stendur til að halda íbúaþing og setja málið í samráðsferli við íbúa.

Úrklippur:

Miklatún í endurnýjun lífdaga - Morgunblaðið 16. júlí 2006 - PDF skjal