Íbúasamtök 3. hverfis
 

Flókagata

22. ágúst 2008

Flókagatan á milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs var gerð að 30 km svæði, þótt það virðist ekki mikið virt af ökumönnum. Nú hafa verið afmörkuð bílastæði en eitthvað virðist hafa tekist illa upp og íbúar þarna hafa gert sterkar athugasemdir við borgaryfirvöld.

Bréf íbúa til sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs borgarinnar er aðgengilegt hér.

- - -

Með nýrri Hringbraut og mislægum gatnamótum á Hringbraut / Miklubraut / Bústaðavegi og Snorrabraut hefur umferð um Flókagötu aukist umtalsvert. Íbúar við götuna hafa ítrekað hvatt borgaryfirvöld til að setja 30 km svæði á götuna, enda er hún íbúðagata en ekki stofnbraut.

Í nýlegu svari yfirverkfræðings hjá Reykjavíkurborg er tilkynnt um að lagt verði til að á Flókagötu milli Snorrabrautar og Rauðarárstíg verði 30 km. svæði og komi til framkvæmda á árinu 2007.

Skynsamlegt væri að gera alla Flókagötuna að 30 km. svæði, allt frá Snorrabraut að Lönguhlíð.

Ragnheiður Aradóttir, íbúi við Flókagötu sendi ítrekað erindi til borgaryfirvalda vegna þessa eru bréfaskrif hennar og svar yfirverkfræðings hér að neðan

Svar yfirverkfræðings Reykjavíkurborgar - 11.09.2006 - PDF skjal

Bréf Ragnheiðar Aradóttur til Reykjavíkurborgar - PDF skjal

Áskorun íbúa til borgarstjóra í júlí 2000 - PDF skjal

Úrklippa úr Fréttablaðinu 26. janúar 2006 - PDF skjal