Íbúasamtök 3. hverfis
 

18 metra farsímamastur að Háteigsvegi 43?

31. ágúst 2007

NÝTT    NÝTT    NÝTT

Íbúasamtök 3. hverfis fengu nú undir kvöld skilaboð um að umsókn um að fá að reisa fjarskiptamastur við Háteigsveg 43 hafi verið dregin til baka. Það er ástæða að gleðjast yfir þessu því börnin okkar fá að njóta vafans vegna hættu af geislun og aukningu á nýgengi krabbameins.

23.08.2007

Málefni farsímamasturs eru nú komin á borð skipulagsráðs og á fundi ráðsins þann 22. ágúst voru athugasemdum málsins vísað til umsagnar Umhverfissviðs Reykjavíkur. Á hlekknum sést hverjir sendu inn athugasemdir en meðal þeirra er undirskriftalisti 92 íbúa í nágrenni við fyrirhugaða staðsetningu mastursins.

18.08.2007

Fréttablaðið fjallaði um þetta mál í grein þann 18.08.2007 - úrklippa hér

12.07.2007

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 15. júní var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi KHÍ og Sjómannaskóla vegna lóðarinnar við Háteigsveg 43. Samþykkt var að gefa húseigendum að Vatnsholti 2, 4, 6, 8 og 10 ásamt Háteigsvegi 37, 39 og 56 kost á að tjá sig um tillöguna sem felur í sér 18 metra hátt fjarskiptamastur á lóðinni.

Íbúasamtök 3. hverfis hafa sent inn athugasemdir við tillöguna. Þær athugasemdir snúa að heilsufarslegum áhrifum af slíkum fjarskiptamöstrum, en erlendar rannsóknir hafa sýnt að a.m.k. þrefaldar líkur á krabbameini íbúa í nágrenni við slík möstur. Rétt við fyrirhugaða staðsetningu mastursins er leiksskóli, barnaskóli og tveir framhaldsskólar. Íbúasamtök 3. hverfis telja ekki forsvaranlegt að leika þannig með líf og heilsu barna og ungmenna í hverfinu með því að leyfa uppsetningu á slíku mastri. Að auki yrði slíkt mastur til að eyðileggja ásýnd vatnstankanna við Háteigsveg, en þeir hafa verið eitt af helstu kennileitum hverfisins í áratugi.

Athugasemdabréf Íbúasamtakanna er hér í PDF formi.

Upplýsingar á vef Skipbygg eru hér

Þýsk rannsókn frá árinu 2004 sem sýnir fram á þreföldun á líkum á krabbameini er aðgengileg hér.

Myndirnar hér að neðan eru úr kynningargögnum sem lögð voru fram með umsókninni.

Þessi mynd að neðan sýnir radíus út frá fyrirhugðu mastri - hver hringur er u.þ.b. 100 m