Íbúasamtök 3. hverfis
 

Orð frá íbúum

Hér að neðan er listi yfir bréf sem íbúar hafa sent vegna tillagna Reykjavíkurborgar. Birtur er stuttur úrdráttur með hlekk í bréfin í fullri lengd.

Háttvirti borgarstjóri, borgarfulltrúar og skipulagsfólk,

Ég get ekki orða bundist eftir að hafa kynnt mér tillögur þær sem eru nú uppi á borðum um umferðarmannvirki í Hlíðum.

Þessar “lausnir” sem virðast ganga eingöngu út á það að sinna og greiða fyrir einhverri óstjórnlegri aukningu bílaumferðar um borgina, eru að mínu mati hugsaðar rangt frá upphafi.
>>meira

Steinunn Þórhallsdóttir, Lönguhlíð 13

Við í Hlíðahverfinu segjum já takk við UMHVERFISVÆNNRI LAUSN!

Sælt veri fólkið.
Þegar þið takið nú ákvörðun um framkvæmdir við gatnamótin Kringlumýrarbraut og Miklubraut, langar mig sem íbúi í Hlíðahverfinu, að biðja ykkur um að hugsa metnaðarfullt til framtíðar, okkur í hverfinu langar að lifa í sátt við umhverfið, eiga hér gott hverfi, og ég hafna því að eina lausnin séu þau gatnamót sem þið eruð nú að kynna. >>meira

Hrefna Guðmundsdóttir, Bólstaðarhlíð 32

Til þess sem málið varðar

Þar sem ég bý nú í Sveitarfélaginu Árborg tel ég að ég passi ekki inn í þessa könnun, en hins vegar sem íbúi á Íslandi og mikill notandi á gatnakerfi Reykjavíkurborgar tel ég þessa fyrirhuguðu aðgerð um mislæg gatnamót  arfavitlausa og einungis til þess fallna að þrengja að og rýra búsetugæði í nágrenninu og Hlíðunum almennt.  >>meira

Jón Hjartarson