Íbúasamtök 3. hverfis
 

Opinn kynningarfundur í Kennaraháskólanum miðvikudaginn 16. apríl kl. 17-19

Boðað er til opins kynningarfundar um tillögur að mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í Kennaraháskólanum miðvikudaginn 16. apríl kl. 17-19.
 
Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur og Vegagerðin í samvinnu við Hverfisráð Hlíða, efna til opins kynningarfundar á tillögum að mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og tengdar stokkalausnir á Miklubraut. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Íbúasamtök Háaleitis og Íbúasamtök 3. hverfis Hlíðar, Holt og Norðurmýri, en fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á að kynna sér framkomnar tillögur.
 
Dagskrá:
Kjartan Eggertson, formaður Hverfisráðs Hlíða setur fundinn
Gísli Marteinn Baldursson fer yfir málið af hálfu Umhverfis- og samgöngunefndar Reykjavíkurborgar
Kynntar verða framkomnar tillögur
Hilmar Sigurðsson reyfar málið að hálfu Íbúasamtaka Háaleitis og Íbúasamtaka 3. hverfis.

Umræður og fyrirspurnir frá fundargestum
 
Reykvíkingar eru hvattir til að mæta á fundinn og fá ítarlega kynningu á þeim lausnum sem Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar og Vegagerðin leggja til að verði farið í.